Lárus Welding mun áfrýja dómnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 13:16 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12