Þrjár jólastúlkur og tveir jólastrákar komu í heiminn á aðfangadag á fæðingardeild Landspítalans í gær. Mikil ró og jólaandi hefur svifið yfir deildinni á jólanótt en síðasta barnið kom í heiminn á fimmta tímanum í gær.
Á meðan landsmenn fjölmenntu í jólamessu á sjöunda tímanum í gærkvöldi kom lítil stúlka í heiminn á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Von er á öðru barni í heiminn á Selfossi í dag.
Rólegt hefur verið á fæðingardeildum á Akureyri, Neskaupstað og Ísafirði undanfarinn sólarhring en von gæti verið á jólabörnum á öllum stöðum þegar líða tekur á daginn.
Fimm jólabörn í Reykjavík og eitt á Selfossi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
