Sepp Blatter var í morgun dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af fótbolta en þar með er áralöngum ferli hans í boltanum lokið.
Blatter var kominn í straff hjá FIFA fyrir aðild að spillingu innan sambandsins en nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins verður kosinn í febrúar.
Eitt af því sem vakti mesta athygli í morgun var plásturinn sem Blatter var með á andlitinu í morgun. Vildu margir fá svör við þessum plástri frekar en nokkru öðru.
Martyn Ziegler, íþróttafréttastjóri PA, var með svarið en samkvæmt heimildamönnum hans innan FIFA var Blatter að láta fjarlæga fæðingarblett úr andlitinu.
Blatter sagðist á blaðamannafundi og í viðtölum eftir úrskurðinn í morgun ætla að berjast gegn dómnum en hann heldur enn fram sakleysi sínu.
Fótbolti