Þetta er gamalt hné sem kannast vel við verki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2015 07:45 Arnór er hér með Tandra Má Konráðssyni á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. vísir/Pjetur Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45
Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57
Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30