Spila, syngja og leika 11. janúar 2015 13:00 Matthías Davíð, Hjördís Anna og Hálfdán Helgi hafa fullt fyrir stafni í tónlistinni. vísir/GVA Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari! Krakkar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari!
Krakkar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira