Óþarfa orkusuga Stjórnarmaðurinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent