Þóknanir á heimsmælikvarða Stjórnarmaðurinn skrifar 11. febrúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Stjórnarmaðurinn las af athygli frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku um þóknanir slitastjórna bankanna. Þar sagði að slitastjórnir, skilanefndir og æðstu stjórnendur hefðu frá 2009 greitt sér ríflega fimm milljarða króna í þóknanir, en heildarkostnaður við skiptin hefði numið um 95 milljörðum króna. Stjórnarmaðurinn hnaut í framhaldi um staðhæfingu blaðamanns að „ekki væri um sérstaklega háar fjárhæðir að ræða“, enda næmi rekstrarkostnaður búanna einungis um 3% af heildarvirði eigna þeirra. Vert er að staldra við þessa fullyrðingu. Gjaldþrot Lehman Brothers er það stærsta í sögunni, og varla einfaldara í sniðum en uppgjör íslensku bankanna. Samt lauk formlegum skiptum í mars 2012, þótt enn séu einhverjir lausir endar eins og gengur. Talið er að kostnaður við uppgjör bús Lehman Brothers sé um 2% af heildareignum félagsins. Enron er annað stórt gjaldþrot á heimsmælikvarða. Þar var skiptakostnaður áætlaður ríflega 1% af heildareignum. Því er ekki rétt hjá blaðamanni eða slitastjórnum að rekstrarkostnaður íslensku búanna sé hóflegur. Þvert á móti er hann gríðarlega hár. Skoða má þóknanir sem slitastjórnirnar taka sér gagnrýnum augum. Svo virðist sem þeir einstaklingar sem að baki standa taki erlenda kollega sína í London og New York sér til fyrirmyndar þegar kemur að gjaldskránni. Ofangreindar borgir eru hins vegar viðskiptamiðstöðvar á heimsvísu, og laða að hæfileikafólk, hvort sem er í uppgjöri gjaldþrota fyrirtækja eða öðru. Verðlag er eftir því, og menn geta ímyndað sér þann rekstrarkostnað sem fellst í leigu og rekstri á stórri fasteign á besta stað í London. Sá kostnaður er gríðarlegur, og því nauðsynlegt að tekjur standi undir því og gott betur. Síðan getur fólk auðvitað bætt premíu ofan á fyrir það eitt að vera í fremstu röð. Það ágæta fólk sem stendur að skiptum bankanna, verður hins vegar seint talið í þeim klassa, enda oft einstaklingar sem fyrir tilviljun fengu eilífðargullgæs í kjöltuna. Síðan hafa þau komist upp með að taka sér stórborgarlaun á litla Íslandi, og greiða háar þóknanir til eigin félaga í formi ráðgjafagreiðslna. Er nema eðlilegt að fólk reyni að tefja verkefnið, eins og sú staðreynd að Kaupþing hefur ekki selt eign úr stóru eignasafni sínu í Bretlandi í þrjú ár, ber með sér? Hver drepur annars gullkálfinn?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira