Jennifer Aniston, Kerry Washington, David Oyelowo, Sienna Miller, Chris Pratt og John Travolta hafa bæst í hóp þeirra leikara sem munu afhenda Óskarsverðlaun 22. febrúar í Dolby-leikhúsinu í Hollywood.
Á meðal þeirra sem höfðu áður verið tilkynntir eru Matthew McConaughey, Cate Blanchett, Jared Leto og Lupita Nyong'o.
Athöfnin verður haldin í 87. sinn og kynnir verður leikarinn Neil Patrick Harris.
