Bjóða námslán til viðbótar við LÍN Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Hlíf Sturludóttir segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán. Fréttablaðið/GVA Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira