Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009? Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar liðanna fjögurra sem keppa í Laugardalshöll í dag. Vísir/Stefán Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira