Glórulaust Kaupþingslán Skjóðan skrifar 25. febrúar 2015 11:00 Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira