Wenger mætir sínu gamla félagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2015 06:00 Wenger ásamt Glenn Hoddle og Mark Hateley er Wenger stýrði sterku liði Monaco árið 1987. fréttablaðið/getty Fyrri umferðinni í 16-liða úrslitunum í Meistaradeild Evrópu lýkur í kvöld með tveim leikjum. Atletico Madrid heimsækir þá Bayer Leverkusen á meðan Arsenal tekur á móti Monaco. Það verður sérstakur leikur fyrir Arsene Wenger, stjóra Arsenal, enda tekur hann á móti liðinu sem hann hóf þjálfaraferil sinn hjá. „Monaco gaf mér mitt fyrsta, stóra tækifæri og ég er ánægður að sjá félagið aftur á meðal þeirra bestu eftir að hafa fallið niður um deild,“ sagði Wenger og bætti við. „Ég er nú búinn að vera hjá Arsenal í 18 ár og það eina sem ég hugsa um er að koma mínu liði áfram í keppninni í baráttu við gott lið.“Arsenal stoppar á sama stað Arsenal hefur fallið úr leik á þessu stigi keppninnar fjögur ár í röð. Wenger segir liðið hafa lært ýmislegt á þessum árum. „Frakkarnir segja eflaust að við séum sigurstranglegri en það truflar okkur ekki neitt. Það er ekki til neitt sem heitir auðveldir leikir í Meistaradeildinni. Öll lið sem komast á þetta stig eiga skilið fulla virðingu.“ Í liði Monaco er gamall refur sem enskir knattspyrnuáhugamenn muna eftir. Sá heitir Dimitar Berbatov en hann er nú orðinn 34 ára gamall. „Þó svo hann sé orðinn þetta gamall er hann enn að spila frábærlega. Hann býr yfir mikilli tækni og það er ástæðan fyrir því að hann á svo langan og gifturíkan feril. Hann er ekki eins góður og fyrir tíu árum en er ótrúlega klókur. Það má aldrei líta af honum.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni á sportstöðvum Stöðvar 2 Sport og einnig má fylgjast með og sjá mörkin á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
Fyrri umferðinni í 16-liða úrslitunum í Meistaradeild Evrópu lýkur í kvöld með tveim leikjum. Atletico Madrid heimsækir þá Bayer Leverkusen á meðan Arsenal tekur á móti Monaco. Það verður sérstakur leikur fyrir Arsene Wenger, stjóra Arsenal, enda tekur hann á móti liðinu sem hann hóf þjálfaraferil sinn hjá. „Monaco gaf mér mitt fyrsta, stóra tækifæri og ég er ánægður að sjá félagið aftur á meðal þeirra bestu eftir að hafa fallið niður um deild,“ sagði Wenger og bætti við. „Ég er nú búinn að vera hjá Arsenal í 18 ár og það eina sem ég hugsa um er að koma mínu liði áfram í keppninni í baráttu við gott lið.“Arsenal stoppar á sama stað Arsenal hefur fallið úr leik á þessu stigi keppninnar fjögur ár í röð. Wenger segir liðið hafa lært ýmislegt á þessum árum. „Frakkarnir segja eflaust að við séum sigurstranglegri en það truflar okkur ekki neitt. Það er ekki til neitt sem heitir auðveldir leikir í Meistaradeildinni. Öll lið sem komast á þetta stig eiga skilið fulla virðingu.“ Í liði Monaco er gamall refur sem enskir knattspyrnuáhugamenn muna eftir. Sá heitir Dimitar Berbatov en hann er nú orðinn 34 ára gamall. „Þó svo hann sé orðinn þetta gamall er hann enn að spila frábærlega. Hann býr yfir mikilli tækni og það er ástæðan fyrir því að hann á svo langan og gifturíkan feril. Hann er ekki eins góður og fyrir tíu árum en er ótrúlega klókur. Það má aldrei líta af honum.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni á sportstöðvum Stöðvar 2 Sport og einnig má fylgjast með og sjá mörkin á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira