Íslenska kreppan ein af tíu dýrustu Sigurjón M. Egilsson skrifar 16. mars 2015 07:00 Hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir skrifaði fína grein í Fréttablaðið á laugardaginn þar sem hún vakti athygli á baráttu okkar við kröfuhafa föllnu bankanna. Lilja bendir þar á ýmsar hættur sem kunna að verða á vegi þjóðarinnar á næstunni. Lilja fór fýluferð í stjórnmálin á árinu 2009 eftir að hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir greiningar á efnahagsástandinu hér og í öðrum löndum. Eftir að hún var kjörin á þing fyrir Vinstri græn, varð snemma ljóst að ekki var stemning fyrir að nýta reynslu hennar og þekkingu. Lilja varð fyrst til að tala um útgönguskatt og var hann í framhaldi nefndur Liljuskattur. Þegar hún skrifar á ný og vekur aftur athygli á því sama er við hæfi að leggja við hlustir. Lilja vekur athygli á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að fjármálakreppan hér sé meðal tíu dýrustu í heimi, hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. „Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi,“ skrifar Lilja. Lilja hefur áhyggjur af að illa kunni að fara: „Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga).“ Þetta segir hagfræðingurinn að sé ekki nóg til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. „Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána.“ Spár Lilju eru engi betri en veðurspár Veðurstofunnar hafa verið í vetur. Okkur ber að hlusta þegar illviðri er spáð. Annað er fyrirhyggjuleysi. „Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings,“ skrifar Lilja Mósesdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Hagfræðingurinn Lilja Mósesdóttir skrifaði fína grein í Fréttablaðið á laugardaginn þar sem hún vakti athygli á baráttu okkar við kröfuhafa föllnu bankanna. Lilja bendir þar á ýmsar hættur sem kunna að verða á vegi þjóðarinnar á næstunni. Lilja fór fýluferð í stjórnmálin á árinu 2009 eftir að hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir greiningar á efnahagsástandinu hér og í öðrum löndum. Eftir að hún var kjörin á þing fyrir Vinstri græn, varð snemma ljóst að ekki var stemning fyrir að nýta reynslu hennar og þekkingu. Lilja varð fyrst til að tala um útgönguskatt og var hann í framhaldi nefndur Liljuskattur. Þegar hún skrifar á ný og vekur aftur athygli á því sama er við hæfi að leggja við hlustir. Lilja vekur athygli á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að fjármálakreppan hér sé meðal tíu dýrustu í heimi, hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. „Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi,“ skrifar Lilja. Lilja hefur áhyggjur af að illa kunni að fara: „Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga).“ Þetta segir hagfræðingurinn að sé ekki nóg til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. „Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána.“ Spár Lilju eru engi betri en veðurspár Veðurstofunnar hafa verið í vetur. Okkur ber að hlusta þegar illviðri er spáð. Annað er fyrirhyggjuleysi. „Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings,“ skrifar Lilja Mósesdóttir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun