Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. Fréttablaðið/GVA Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira