Víða um land er bágborin klósettaðstaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 08:15 Leiðsögumaður nefnir Snæfellsnes og Reykjanes sérstaklega sem svæði þar sem sárlega skorti almenningssalerni. VÍSIR/GVA „Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Ég hef þurft að keyra tvo tíma úr leið með ferðamenn til þess eins að komast á klósett,“ segir Olgeir Andrésson, ljósmyndari og fararstjóri hjá Icelandic Aurora. Olgeir bendir á að alltof fá almenningssalerni séu á landsbyggðinni fyrir ferðamenn og að það verði að bæta úr þeim vanda í ljósi aukins ferðamannastraums hér á landi. „Vandamálið er mun meira á veturna en á sumrin, þá eru sum salerni opin sem ekki eru opin á veturna,“ segir Olgeir og í framhaldi tekur hann dæmi um vinsælar ferðir sem farið er í með ferðamenn.Olgeir AndréssonMYND/OA„Til dæmið þegar lagt er af stað í Reykjaneshringinn um klukkan átta að morgni til, þá kemst fólk ekki á klósett fyrr en um hádegi þegar komið er til Grindavíkur,“ segir Olgeir en ferðin tekur um það bil þrjá tíma með skoðunarferðum á milli staða. „Eftir stoppið í Grindavík er farið út á Reykjanesið og helstu staðirnir þar skoðaðir, til dæmis Vaðlahnjúkur, Gunnuhver og brúin milli heimsálfa. Þetta getur tekið um tvo til þrjá tíma og þar er engin salernisaðstaða, hvorki á veturna né á sumrin, og fólk kemst ekki á salernið fyrr en komið er aftur til Reykjavíkur,“ segir Olgeir og bætir við að það bráðvanti salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún, Krýsuvík og á Reykjanesinu sjálfu. „Þetta er komið í hendur sveitarfélaganna og ég mundi vilja að ráðherra styrkti sveitarfélögin til þess að bæta úr þessu.”Kjartan Már KjartanssonVÍSIR/REYKJANESBÆR„Ég tek undir þetta allt saman og við skömmumst okkar hreinlega,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Ég veit það að úti á Reykjanesi er verið að hefja undirbúning að aðstöðu fyrir ferðamenn, en hún verður reyndar ekki tilbúin í sumar. Við vitum alveg af þessu og reynum að gera hvað við getum til þess að vinna í þessum málum,“ segir Kjartan. Olgeir tók einnig dæmi um ferðir á Snæfellsnesið og segir vandann einnig mikinn þar, sérstaklega á veturna. „Það er salernisaðstaða á Hótel Búðum en eftir það stopp er næsta salerni á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta þýðir um það bil þrjár klukkustundir án þess að komast á salerni þar sem stoppað er í skoðunarferðir á leiðinni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira