Erfitt að manna störf með Íslendingum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Reykjavík Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira