Er Landspítalinn útungunarstöð fyrir fagfólk? Guðrún Kolbrún Otterstedt og Elísabet Sigfúsdóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifa 7. maí 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun