Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2015 07:00 Þessir voru ákærðir í gærmorgun Bandarísk yfirvöld tilkynntu um ákæru á hendur níu háttsettum embættismönnum FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, og fimm stjórnarmönnum stórfyrirtækja sem tengjast FIFA í gær. Mennirnir eru ákærðir meðal annars fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Meðal hinna ákærðu eru Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og forseti CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, og Eugenio Figueredo, varaforseti FIFA og fyrrverandi forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Báðir sitja mennirnir í framkvæmdastjórn FIFA. Einn mannanna, Costas Takkas, er minni spámaður en hinir, hann er ráðgjafi Webbs. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu.Atburðarás spillingarmálaSex mannanna voru handteknir í Sviss í gærmorgun, þar á meðal Figueredo og Webb. Búist er við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Loretta Lynch, tilkynnti í morgun um ákærurnar og sagði spillinguna innan FIFA kerfisbundna og að hún hefði skotið rótum sínum djúpt. Rannsókn á málinu hefur verið í höndum FBI í samstarfi við ríkissaksóknara Sviss. Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærmorgun. Hann sagði FIFA hafa hafið ferlið með beiðni um rannsókn til ríkissaksóknara Sviss 18. nóvember og segir sambandið hafa sýnt mikinn samstarfsvilja og afhent ríkissaksóknaranum Garcia-skýrsluna svokölluðu. Garcia-skýrslan er 350 blaðsíður, skrifuð á árunum 2012 til 2014, sem Michael Garcia, bandarískur saksóknari, tók saman fyrir FIFA vegna ásakana um spillingu innan FIFA, þá sérstaklega í aðdraganda kosninga um hvar skyldi halda HM 2018 og 2022. Þá skýrslu hefur FIFA ekki viljað birta almenningi.FIFA fórnarlambið í málinu De Gregorio er á því því að FIFA sé fórnarlambið í þessu máli. „Við hlökkum til að fá niðurstöðu í málið. Því lengur sem það er opið er hægt að rangtúlka það,“ sagði De Gregorio um málið. De Gregorio sagði Blatter ekki þurfa að axla ábyrgð á málinu þar sem hann væri ekki í hópi hinna ákærðu. Ársþing FIFA á að fara fram næstu helgi og forsetakosningar sömuleiðis. Jórdanski prinsinn Ali Bin Al Hussein býður sig fram gegn Blatter. Prinsinn nýtur trausts Knattspyrnusambands Evrópu. Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, segir að málið hljóti að hafa áhrif á stuðning við Blatter „Maður veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir. Aðspurður sagði De Gregorio að málið myndi engu fresta. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Bandarísk yfirvöld tilkynntu um ákæru á hendur níu háttsettum embættismönnum FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, og fimm stjórnarmönnum stórfyrirtækja sem tengjast FIFA í gær. Mennirnir eru ákærðir meðal annars fyrir spillingu, peningaþvætti og mútuþægni í málum sem teygja sig allt aftur til ársins 1990. Meðal hinna ákærðu eru Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og forseti CONCACAF, knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, og Eugenio Figueredo, varaforseti FIFA og fyrrverandi forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Báðir sitja mennirnir í framkvæmdastjórn FIFA. Einn mannanna, Costas Takkas, er minni spámaður en hinir, hann er ráðgjafi Webbs. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu.Atburðarás spillingarmálaSex mannanna voru handteknir í Sviss í gærmorgun, þar á meðal Figueredo og Webb. Búist er við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna. Ríkissaksóknari Bandaríkjanna, Loretta Lynch, tilkynnti í morgun um ákærurnar og sagði spillinguna innan FIFA kerfisbundna og að hún hefði skotið rótum sínum djúpt. Rannsókn á málinu hefur verið í höndum FBI í samstarfi við ríkissaksóknara Sviss. Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærmorgun. Hann sagði FIFA hafa hafið ferlið með beiðni um rannsókn til ríkissaksóknara Sviss 18. nóvember og segir sambandið hafa sýnt mikinn samstarfsvilja og afhent ríkissaksóknaranum Garcia-skýrsluna svokölluðu. Garcia-skýrslan er 350 blaðsíður, skrifuð á árunum 2012 til 2014, sem Michael Garcia, bandarískur saksóknari, tók saman fyrir FIFA vegna ásakana um spillingu innan FIFA, þá sérstaklega í aðdraganda kosninga um hvar skyldi halda HM 2018 og 2022. Þá skýrslu hefur FIFA ekki viljað birta almenningi.FIFA fórnarlambið í málinu De Gregorio er á því því að FIFA sé fórnarlambið í þessu máli. „Við hlökkum til að fá niðurstöðu í málið. Því lengur sem það er opið er hægt að rangtúlka það,“ sagði De Gregorio um málið. De Gregorio sagði Blatter ekki þurfa að axla ábyrgð á málinu þar sem hann væri ekki í hópi hinna ákærðu. Ársþing FIFA á að fara fram næstu helgi og forsetakosningar sömuleiðis. Jórdanski prinsinn Ali Bin Al Hussein býður sig fram gegn Blatter. Prinsinn nýtur trausts Knattspyrnusambands Evrópu. Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, segir að málið hljóti að hafa áhrif á stuðning við Blatter „Maður veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir. Aðspurður sagði De Gregorio að málið myndi engu fresta.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45 Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Lineker: Verður óglatt að horfa upp á þessa skömm við fótboltann sem FIFA er Sjónvarpsmaðurinn og framherjinn fyrrverandi Gary Lineker býst við að kosningin fari fram og Blatter verði áfram forseti. 27. maí 2015 22:45
Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. 27. maí 2015 18:30