Atgervisflótti meðal hjúkrunarfræðinga Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir skrifar 2. júní 2015 08:00 Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun