Atgervisflótti meðal hjúkrunarfræðinga Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir skrifar 2. júní 2015 08:00 Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þann 1. desember árið 2012 hóf ég störf á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Dagana á undan höfðu tæplega 300 hjúkrunarfræðingar á spítalanum skilað inn uppsögnum, þeir voru ósáttir við að ekki hefði verið gerður stofnanasamningur við þá og fóru þessa leið til þess að knýja fram kröfur sínar. Nýr stofnanasamningur var undirritaður 12. febrúar árið 2013 og var að sögn þáverandi heilbrigðisráðherra í anda jafnlaunastefnu þáverandi ríkisstjórnar sem ætlaði sér að vinna að útrýmingu kynbundins og stéttbundins launamisréttis. Þessar fyrirætlanir féllu um sjálfar sig. Óútskýrt launamisrétti er enn við lýði. Á hundrað ára afmælisári kosningaréttar kvenna og fátækra karla er það talið allt að 25% verðmætara að sýsla með fjármuni ríkisins en mannauðinn. Konur eru í meirihluta starfsmanna háskólasjúkrahússins, sem glímir við svo miklu stærri vandamál en faraó-maura, myglu og mósasýkingar eins og gárungarnir göntuðust með fyrir nokkrum mánuðum. Háskólasjúkrahúsið er að tapa fyrir einkareknu heilbrigðisþjónustunni sem á sér stofur og musteri um allan bæ. Kjör heilbrigðisstarfsmanna hafa um árabil verið þannig að læknar sjá sér ekki fært að vinna fulla vinnu á háskólasjúkrahúsinu, þeir vinna þess vegna hlutastarf á spítalanum og drýgja tekjurnar á stofum úti í bæ. Heilsugæslan nær ekki að sinna hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður sjúkra, fólk leitar heldur til sérfræðilækna á stofum eða beint á bráðamóttöku Landspítalans. Hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika eru ekki til staðar og þar af leiðandi liggur gamla fólkið á göngum Landspítalans dögum og vikum saman meðan beðið er eftir varanlegum úrræðum. Heilbrigðiskerfið er einkarekið í bland og enginn tapar á því nema þeir sem þurfa á þjónustu háskólasjúkrahússins að halda. Læknar fengu sanngjarnar kjarabætur í vetur, aðrir háskólamenntaðir starfsmenn bíða enn eftir sínum kjarabótum. Verkfall BHM hefur staðið í nær sextíu daga þegar þetta er ritað, verkfall FÍH í tæpa viku og ekkert virðist í sjónmáli. Meðan deiluaðilar koma sé ekki saman um samninga og meðan stjórnvöld sinna í engu ákalli þeirra sem beita verkfalli sem neyðarúrræði þá bíða sjúklingar í angist heima og vita ekki hvort eða hvenær þeir fá úrlausn sinna mála. Til þess að Landspítalinn verði aftur eftirsóttur vinnustaður fyrir þá sem hafa valið að mennta sig í heilbrigðisvísindum hérlendis og erlendis þarf að koma til móts við starfsfólk með kjarabótum og -tryggingu fyrir því að hægt verði að sinna sjúklingum á besta mögulega máta. Við þurfum að tala upp spítalann okkar, við þurfum að vinna að því að þeir sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda geti notið hennar með reisn, en ekki lokaðir inni á baðherbergjum eða liggjandi fyrir allra augum á göngum. Það gerist ekki á einni nóttu, en með sameinuðu átaki stjórnvalda og starfsfólks spítalans er það hægt. Með auknum fjármunum, og sýnilegum vilja til þess að bæta úr sér gengið húsnæði háskólasjúkrahússins og efla starfsemina innan spítalans verður Landspítalinn efalítið eftirsóttur vinnustaður og öruggt skjól þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Ég er að fara úr landi, aftur eftir aðeins tveggja og hálfs árs dvöl. Við erum fjórar af deildinni minni. Fjórir hjúkrunarfræðingar með hartnær fjörutíu ára samanlagða reynslu af hjúkrun krabbameinssjúkra. Fjórir hjúkrunarfræðingar með fjölskyldur sem sjá sér ekki lengur fært að lifa og starfa á Íslandi. Þetta heitir atgervisflótti. Flóttinn er staðreynd, nú verða stjórnvöld að stíga fram og horfast í augu við staðreyndina. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og fara ef ekki bjóðast ásættanleg kjör hér á landi. Við erum fjórar á minni deild sem höfum tekið skrefið, samanlagt höfum við með okkur ellefu börn. Framtíð þjóðarinnar er á leið úr landi með foreldrum sínum, hjúkrunarfræðingum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun