Kröfuhafar samþykktu skilyrðin á ögurstundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2015 06:00 Sigurður Hannesson. Aðeins nokkrum mínútum áður en forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðaáætlun um afnám hafta sendu slitabúin frá sér erindi þar sem þau féllust á stöðugleikaskilyrðin. Eitt slitabúið, Kaupþing, sendi erindi frá sér daginn áður.Sigurður Hannesson, varaformaður framkvæmdahóps um afnám hafta, segir að þetta sé til marks um það hve nauðsynlegt sé að skilyrðin sem sett eru fyrir nauðasamningunum séu aðhaldssöm. „Einhver gæti sagt að fyrst bréfin væru komin þá þyrfti nú ekki að fara með þennan stöðugleikaskatt fyrir þingið, en ef það verður ekki gert þá held ég að málið gæti tafist verulega. Þá vantar aðhaldið.“ Sigurður telur raunhæft að gera ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 500-700 milljarðar. En vegna þess að stöðugleikaskilyrðin eru háð þróun á virði eigna verði tíminn að leiða í ljós hversu mikið þetta verður. Verði upphæðin lægri séu það í sjálfu sér góðar fréttir vegna þess að það þýði að vandinn sé þá minni en áður var talið.Fullyrðingar stjórnarandstöðu ekki réttar „Ef það verður meira þá er það náttúrlega gott fyrir ríkissjóð, en þá þýðir það líka að vandinn var stærri en við héldum. Þannig að við náum miklu betur að finna jafnvægi á milli vandamálsins og lausnarinnar,“ segir Sigurður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa fullyrt að aðgerðaáætlun byggi á áætlun sem var gerð árið 2011, í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sigurður segir þetta ekki rétt og að í þeirri vinnu hafi ekkert verið minnst á slitabúin. „Auðvitað er maður bara stoltur af því að margir vilji eigna sér þetta. En í grunninn er þetta þannig að ef það væri til handbók um afnám hafta og stýringu á flæði, þá væru tvö atriði í henni. Það er það sem kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra í mars, annars vegar afskriftir og hins vegar lenging.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Aðeins nokkrum mínútum áður en forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðaáætlun um afnám hafta sendu slitabúin frá sér erindi þar sem þau féllust á stöðugleikaskilyrðin. Eitt slitabúið, Kaupþing, sendi erindi frá sér daginn áður.Sigurður Hannesson, varaformaður framkvæmdahóps um afnám hafta, segir að þetta sé til marks um það hve nauðsynlegt sé að skilyrðin sem sett eru fyrir nauðasamningunum séu aðhaldssöm. „Einhver gæti sagt að fyrst bréfin væru komin þá þyrfti nú ekki að fara með þennan stöðugleikaskatt fyrir þingið, en ef það verður ekki gert þá held ég að málið gæti tafist verulega. Þá vantar aðhaldið.“ Sigurður telur raunhæft að gera ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 500-700 milljarðar. En vegna þess að stöðugleikaskilyrðin eru háð þróun á virði eigna verði tíminn að leiða í ljós hversu mikið þetta verður. Verði upphæðin lægri séu það í sjálfu sér góðar fréttir vegna þess að það þýði að vandinn sé þá minni en áður var talið.Fullyrðingar stjórnarandstöðu ekki réttar „Ef það verður meira þá er það náttúrlega gott fyrir ríkissjóð, en þá þýðir það líka að vandinn var stærri en við héldum. Þannig að við náum miklu betur að finna jafnvægi á milli vandamálsins og lausnarinnar,“ segir Sigurður. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa fullyrt að aðgerðaáætlun byggi á áætlun sem var gerð árið 2011, í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sigurður segir þetta ekki rétt og að í þeirri vinnu hafi ekkert verið minnst á slitabúin. „Auðvitað er maður bara stoltur af því að margir vilji eigna sér þetta. En í grunninn er þetta þannig að ef það væri til handbók um afnám hafta og stýringu á flæði, þá væru tvö atriði í henni. Það er það sem kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra í mars, annars vegar afskriftir og hins vegar lenging.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira