Að breytast eða deyja Stjórnarmaðurinn skrifar 17. júní 2015 07:00 „Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira