Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir 23. júní 2015 00:00 Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um raforkusæstreng til Bretlands hefur því verið haldið fram að til að sjá slíkum streng fyrir raforku þyrfti að fara í umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir og reisa jafnvel sem nemur 1-2 Kárahnjúkavirkjunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að slíkar virkjanaframkvæmdir væru ekki nauðsynlegar, samkvæmt sviðsmynd Landsvirkjunar á orkuöflun fyrir 1.000 MW sæstreng, sem farið verður yfir í þessari grein. Í þessu samhengi er einnig nærtækt að líta til reynslu frænda okkar Norðmanna, sem nýlega hafa lagt sæstrengi til Hollands og Danmerkur og eru með tvo aðra í bígerð; annan til Bretlands og hinn til Þýskalands. Þetta hafa þeir gert án þess að leggja í nýjar stórfelldar virkjanaframkvæmdir.Orkuþörf sæstrengs Landsvirkjun gerir ráð fyrir að sæstrengur þyrfti um 5,0 TWst af raforku árlega. Í vatnsríkum árum gæti útflutningur verið meiri og í þurrum og köldum árum minni. Til samanburðar er orkugeta Kárahnjúkavirkjunar 5,0 TWst og Hellisheiðarvirkjunar 2,5 TWst. 70% orkuöflunar óhefðbundin Sérkenni sæstrengs fyrir Ísland er að hann veitir aðgang að nýjum, stórum og sveigjanlegum markaði fyrir útflutning á rafmagni sem þegar er til, en er nú læst inni vegna einangrunar íslenska markaðarins. Með bættri nýtingu kerfisins, án nýrra virkjana, væri hægt að fá um 2,0 TWst, eða 40% af orkuþörf sæstrengs. Vindorka og smærri virkjunarkostir gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Nýjar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir úr nýtingarflokki rammaáætlunar gætu gefið um 1,5 TWst eða 30%. Því má segja að um 70% orkuöflunar væru óhefðbundin fyrir núverandi kerfi en 30% hefðbundin orkuöflun með nýjum jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum.Bætt nýting Til að tryggja orkuöryggi á Íslandi miðast hönnun raforkukerfisins við að hægt sé að tryggja orkuafhendingu í þurrum og köldum árum. Af þessum sökum renna að jafnaði um 10% af vatni ónotuð framhjá virkjunum til sjávar í fullseldu kerfi og fer framhjárennsli vaxandi með aukinni hlýnun jarðar. Að auki taka viðskiptavinir Landsvirkjunar ekki alla orku sem Landsvirkjun hefur skuldbundið sig til að afhenda og er magnið breytilegt eftir árum, en skilar sér í um 2-3% auknu framhjárennsli. Sömuleiðis er almennt til einhver óseld orka í kerfinu frá nýbyggðum virkjunum sem eftir á að semja um sölu á. Sæstrengur opnar því möguleika á að bæta verulega nýtingu íslenska raforkukerfisins. Rúmlega helmingur af 2,0 TWst er þegar í hendi, eða jafngildi rúmlega einnar Blönduvirkjunar. Með því að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir til að tryggja sveigjanlega afhendingu um sæstreng má nýta vatn sem rennur framhjá virkjunum. Að auki yrði nýting vatns í framtíðarvatnsaflsvirkjunum betri.Vindur og smærri virkjanir Vegna þess hve raforkuverð fyrir endurnýjanlega orku er hátt í Bretlandi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að nýta dýrari orkukosti en við gerum í dag. Þetta eru orkukostir eins og vindorka og smærri og dýrari virkjunarkostir í bæði jarðvarma og vatnsafli. Vindorka getur þar spilað stórt hlutverk, en einnig er líklegt að framþróun verði í smærri vatnsaflsvirkjunum, nýtingu jarðvarma við lægra hitastig og borun niður á meira dýpi í háhitakerfum. Með sæstreng og stækkunum á núverandi vatnsaflsvirkjunum er tækifæri til að hefja kröftugri nýtingu á vindorku en ella.Ekki tímabært að taka ákvörðun Margt bendir til þess að um arðsamt verkefni geti verið að ræða sem muni auka orkuöryggi á Íslandi og gera okkur kleift að nýta betur auðlindir okkar. Hins vegar eru margir óvissuþættir til staðar og ekki hægt á þessari stundu að taka ákvörðun um hvort eða hvenær sæstrengur verði lagður frá Íslandi. Landsvirkjun hefur lagt til að á næstu 2-3 árum verði gerð ítarleg greining á kostum og göllum þess að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun