RÚV tapar tilgangi sínum Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júlí 2015 07:00 Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira