Salernismál mjög slæm víða um landið Ingvar Haraldsson skrifar 17. júlí 2015 07:00 Langar biðraðir myndast oft við salernin við Jökulsárlón vegna mannmergðar. vísir/pjetur „Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
„Klósettmál eru yfirleitt hvergi nokkurs staðar verri en einmitt hér,“ sagði Valur Freyr Jónsson rútubílstjóri sem staddur var við Jökulsárlón í gærmorgun. Valur sem ekur nú hópi Þjóðverja hringinn sagði um 100 fólksbíla vera við lónið og 15 rútur, en þrjú eða fjögur kvennaklósett, og tvær þvagskálar og einn salernisbás fyrir karla. „Það eru um þrjátíu konur sem bíða í röð,“ sagði hann. Valur sagði sjaldgæft að við þjóðveginn væru nægjanlega mörg klósett til að taka á móti stórum hópum ferðamanna, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er hvað mestur. Við Seljalandsfoss anni salernisaðstaðan engan veginn þeim mikla fjölda sem heimsækir staðinn. „Þar er alla daga alla tíma löng biðröð vegna þess að þar er eitt klósett fyrir fatlaða, annað fyrir karla og þriðja fyrir konur,“ sagði Valur.Skapti Örn Ólafsson„Það er alltaf verið að dásama tekjurnar af ferðamönnum,“ sagði Valur og spurði hvernig það mætti vera að ekki væri hægt að byggja upp sómasamlega salernisaðstöðu fyrir þá fjármuni sem ferðamenn kæmu með til landsins.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna og fyrrverandi ritstjóri, segir að eitthvað verði að gera til að bæta salernisaðstöðuna við Seljalandsfoss og fleiri staði. „Útsvarsgreiðendur á Hvolsvelli geta ekki staðið í því að setja þetta upp, hið opinbera verður að gera það,“ segir Kári. „Þetta er alveg hræðilegt sums staðar. Það verður bara að setja upp klósett og láta borga fyrir það. Fólk er vant því víða um lönd,“ bætir hann við. „Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu innviða, þar á meðal klósetta,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin lagði 850 milljónir króna til uppbyggingar ferðamannastaða í maí. „Þetta er gott fyrsta skref,“ segir hann. Skapti Örn segir að áætlað hafi verið að verja þurfi milljarði króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða. „Það kann að vera að sú tala þurfi jafnvel að hækka því að ferðamönnum hefur fjölgað meira það sem af er þessu ári en undanfarin ár,“ segir Skapti.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08 Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Bjó til skilti sem gefur til kynna að hér sé bannað að kúka Eigandi skiltagerðar fann lausn á úrgangslosun ferðalanga. 16. júlí 2015 14:08
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00