Íhuga að ferðamenn borgi meira fyrir björgunarstarf Ingvar Haraldsson skrifar 20. júlí 2015 08:00 Stærsta verkefni björgunarsveitanna á síðasta ári var vegna eldgossins í Holuhrauni. Alls unnu björgunarsveitarmenn í tíu þúsund klukkustundir vegna gossins. Hér sjá björgunarsveitamenn til þess að lokanir vega að gosstöðvunum séu virtar. vísir/vilhelm Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, spyr hve mikið hægt sé að leggja á björgunarsveitarmenn, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem fjölgun útkalla hafi verið hvað mest. „Þessar sveitir hafa orðið fyrir miklum útgjaldaauka. Þó að félagarnir séu í sjálfboðavinnu þá er spurning hvort vinnuveitendur og fjölskylda séu sátt við fjarveru þeirra. Smári sigurðssonSvo er spurningin hvort þessar sveitir í dreifbýlinu ætli að selja samborgurum sínum fleiri rakettur eða neyðarkalla,“ segir Smári og bætir við: „Ég held að við séum kominn á endapunkt í þessum efnum.“ Smári kallar eftir aukinni umræðu um hvernig haga eigi málefnum björgunarsveitanna. „Við þurfum að fara að taka þetta samtal bæði innanbúðar hjá okkur og ekki síður við samfélagið um hvernig við viljum sjá þessum málum fyrir komið,“ segir hann. Til skoðunar er að rukka ferðamenn í auknum mæli fyrir þjónustu björgunarsveita. „Það er þegar byrjað að rukka ferðamenn þar sem verið er að fara inn á lokaða vegi og sækja fólk sem hefur fest bílana sína,“ segir Smári. Einnig hafi ferðamenn sem hafi viljað láta sækja sig á hálendið en hafi ekki verið í neyð verið rukkaðir. „Það er náttúrulega engin glóra í því að það sé bara frítt að fara hér inn á hálendið yfir veturinn með vélar og verkfæri að sækja fólk sem gefst upp í einhverri gönguferð,“ segir Smári. Best færi þó á því að fækka mætti útköllum með því að auka forvarnir og slysavarnir að sögn Smára. Hann hvetur ferðafólk til að tryggja sig fyrir áföllnum kostnaði áður en lagt sé af stað. Smári segir rysjótt veðurfar í vetur, fjölgun ferðamanna og aukinn útivistaráhuga Íslendinga ástæðuna fyrir fjölgun útkalla. Fjórðungur útkalla björgunarsveitanna á síðasta ári var í desember. Í mánuðinum voru útköllin tæplega 350, sem er margfalt meira en fyrri ár.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira