Ekki bara fjármagnsskortur sem hindrar uppbyggingu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 08:00 Ráðherra ferðamála segir þau vandræði sem komið hafa upp vegna ágangs erlendra ferðamanna ekki koma á óvart. Náttúrupassinn hafi átt að taka heildstætt á þessum málum. Vísir/Pjetur „Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira