Ekki bara fjármagnsskortur sem hindrar uppbyggingu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2015 08:00 Ráðherra ferðamála segir þau vandræði sem komið hafa upp vegna ágangs erlendra ferðamanna ekki koma á óvart. Náttúrupassinn hafi átt að taka heildstætt á þessum málum. Vísir/Pjetur „Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
„Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra -Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frumvarpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta salernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragnheiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við uppbyggingu ferðamannastaða. Ragnheiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 milljónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sumartraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumarbyrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjárveitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnisins,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sumarið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gildar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbætur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfélaga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, sem og flokksbróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskattur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðisaukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, baðstaðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunnar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnishæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira