Höfnuðu umsóknum fimmtán skiptinema 6. ágúst 2015 07:00 Ásókn erlendra nema í að koma til Íslands hefur aukist með árunum. Í ár var metaðsókn. fréttablaðið/andri marínó „Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
„Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira