Nýta sér vaxtamun í milljarða viðskiptum Ingvar Haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Hrafn Steinarsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira