Bakkelsisfárið Stjórnarmaðurinn skrifar 12. ágúst 2015 09:15 Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira
Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Sjá meira