Dæmt eftir tíðarandanum stjórnarmaðurinn skrifar 6. janúar 2016 09:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira