Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 15:55 Ástþór Magnússon á framboðsfundi árið 2012. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira