Staðfesta dauða Jihadi John Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2016 23:00 Mohammed Emwazi eða Jihadi John. Vísir/AFP Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna, í nýjasta tölublaði tímaritsins Dabiq. Þar segir að hann hafi fallið í loftárás í borginni Raqqa í Sýrlandi. Hann var þekktur fyrir að taka vestræna gísla samtakanna af lífi í myndböndum sem samtökin birtu. Bandaríkin héldu því fram í nóvember að Emwazi hefði fallið í loftárás. Takmark árásarinnar var að ráða hann af dögum. Sjá einnig: Jihadi John fallinn Í minningargreininni er fjallað um líf Emwazi og þar segir að hann hafi ungur flust til London með foreldrum sínum. Þar hafi hann lært að hata borgina og „trúleysingjana“ sem í henni búa. Hann hafi farið til Sómalíu og síðar flúið frá Bretlandi til þess að ganga til liðs við ISIS, þrátt fyrir að vera undir eftirliti leyniþjónustu Bretlands. Þar segir einnig að einungis þeir sem þekktu Emwazi, sem gekk undir nafninu Abu Muharib al-Muhajir, hafi kynnst „miskunn hans, gæsku og örlæti“.Emwazi sást fyrst í ágúst 2014 þegar myndband af honum myrða bandaríska blaðamanninn James Foley var birt á netinu. Þá varð hann þekktur sem Jihadi John, en það var ekki fyrr en í febrúar í fyrra sem í ljós kom að hann væri Emwazi. Einnig voru birt myndbönd af honum að taka af lífi þá Steven Sotloff, David Heines, Alan Henning, Abdul-Rahman Kassig og Kenji Goto.Samkvæmt BBC voru þrír drónar notaðir til árásarinnar. Einn breskur og tveir frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn skutu á bílinn sem Emwazi var í og talið er að ein manneskja hafi verið með honum í bílnum. David Cameron sagði í nóvember að það hefði verið rétt að ráðast á hann og að yfirvöld í Bretlandi hefðu unnið sleitulaust að því að ráða hann af dögum. Mið-Austurlönd Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna, í nýjasta tölublaði tímaritsins Dabiq. Þar segir að hann hafi fallið í loftárás í borginni Raqqa í Sýrlandi. Hann var þekktur fyrir að taka vestræna gísla samtakanna af lífi í myndböndum sem samtökin birtu. Bandaríkin héldu því fram í nóvember að Emwazi hefði fallið í loftárás. Takmark árásarinnar var að ráða hann af dögum. Sjá einnig: Jihadi John fallinn Í minningargreininni er fjallað um líf Emwazi og þar segir að hann hafi ungur flust til London með foreldrum sínum. Þar hafi hann lært að hata borgina og „trúleysingjana“ sem í henni búa. Hann hafi farið til Sómalíu og síðar flúið frá Bretlandi til þess að ganga til liðs við ISIS, þrátt fyrir að vera undir eftirliti leyniþjónustu Bretlands. Þar segir einnig að einungis þeir sem þekktu Emwazi, sem gekk undir nafninu Abu Muharib al-Muhajir, hafi kynnst „miskunn hans, gæsku og örlæti“.Emwazi sást fyrst í ágúst 2014 þegar myndband af honum myrða bandaríska blaðamanninn James Foley var birt á netinu. Þá varð hann þekktur sem Jihadi John, en það var ekki fyrr en í febrúar í fyrra sem í ljós kom að hann væri Emwazi. Einnig voru birt myndbönd af honum að taka af lífi þá Steven Sotloff, David Heines, Alan Henning, Abdul-Rahman Kassig og Kenji Goto.Samkvæmt BBC voru þrír drónar notaðir til árásarinnar. Einn breskur og tveir frá Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn skutu á bílinn sem Emwazi var í og talið er að ein manneskja hafi verið með honum í bílnum. David Cameron sagði í nóvember að það hefði verið rétt að ráðast á hann og að yfirvöld í Bretlandi hefðu unnið sleitulaust að því að ráða hann af dögum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent