Óli Stef: Langar stundum að vera með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 06:00 Ólafur Stefánsson hefur marga fjöruna sopið í handboltanum og var leikmaður þegar Ísland kom sér nokkrum sinnum áður í svipaða stöðu. vísir/Valli „Aðalatriðið er að menn hugsi skýrt og slaki á. Að þeir læri líka af þessum leik gegn Hvít-Rússum,“ segir besti handboltamaður í sögu Íslands, Ólafur Indriði Stefánsson, yfirvegaður á fjölmiðlahóteli íslenska landsliðsins í Katowice. Ólafur er í nýju hlutverki í Póllandi en hann er nú annar aðstoðarþjálfara Arons Kristjánssonar. Það er auðvitað stutt síðan Ólafur var leiðtoginn í þessum hópi og hans tenging við strákana, sem og reynsla, hans ætti að reynast liðinu vel. Varnarframmistaða Íslands í leiknum gegn Hvít-Rússum var ein sú slakasta í sögu landsliðsins. Liðið fékk á sig 39 mörk í leiknum og stóð ekki steinn yfir steini í varnarleiknum. „Varnarleikurinn var auðvitað slakur og þremenningarnir sem eiga að bera varnarleikinn uppi þurfa að taka sig saman í andlitinu. Að dreifa ábyrgðinni á bakverðina og þar í kring. Hugsa skýrt og vinna vel úr þessum tíma sem við höfum fram að leik,“ segir Ólafur en þjálfararnir gera ýmislegt til þess að koma mönnum aftur á lappirnar fyrir stórslaginn gegn Króötum. Er leikurinn hefst gæti sú staða verið uppi að íslenska liðið verði að vinna Króata. Að öðrum kosti sé liðið á leið heim. Ólafur þekkir þessa stöðu vel með landsliðinu. Hann var í liðinu á HM 2007 er það vann Frakka með bakið upp við vegg og svo aftur í sömu stöðu gegn Dönum á EM 2010. „Þetta er akkúrat þannig ástand núna og ég vil nú ekki „jinxa“ neitt með því að segja að það gerist þá aftur núna að við bregðumst rétt við. Þeir sem mest mæðir á, varnarstrákarnir, hafa kannski ekki upplifað það en maður reynir að koma því til skila að allt sé mögulegt. Það er gott tækifæri núna á að vinna þá. Ef við tæklum oftar. Það voru líklega 60 prósent færri tæklingar í síðasta leik en þeim fyrsta. Það segir okkur að menn voru alltaf aðeins á eftir. Við reyndum að tækla þetta fyrir síðasta leik en það er eins og það séu einhver álög á okkur. Við gátum ekki hlaupið út. Tölfræðin að við getum ekki unnið leik eftir sigur á Noregi heldur því áfram. Það er skrítið.“ Ólafur er mjög virkur á bekknum. Talar mikið við strákana og reynir að hafa áhrif á þann hátt sem hann getur. Klæjar hann samt ekkert í fingurna að fara inn á og taka málin í sínar hendur inni á vellinum? „Þetta er annað starf sem ég er í núna en jú, það er leiðinlegt stundum að geta ekki farið inn á. Ég þarf auðvitað að sætta mig við það sem fyrst og reyna að gera allt sem ég get á bekknum. Þegar út í leik er komið þá eiga upplýsingarnar samt að vera komnar inn í frumurnar á mönnum. Þjálfarinn á bara að að styðja við mennina. Ég reyni að hafa áhrif og bregðast við en flest gerist á parketinu og í hausnum á mönnum fyrir leikina.“ Króatar eru með nokkuð breytt lið frá síðustu mótum. Það er kominn nýr þjálfari sem hefur yngt liðið upp. Mjög öflugir leikmenn en ekki eins reyndir. Ólafur hefur mikla trú á strákunum okkar fyrir slaginn stóra. „Ég hef fulla trú á strákunum. Þetta er góður séns en við verðum að nýta tímann fram að leik mjög vel. Fyrst komast yfir tapið. Svo fara menn í jákvæða sjálfsskoðun fyrir þessa orrustu. Þetta er allt eða ekkert staða. Við getum verið í frábærum málum eða farið heim.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
„Aðalatriðið er að menn hugsi skýrt og slaki á. Að þeir læri líka af þessum leik gegn Hvít-Rússum,“ segir besti handboltamaður í sögu Íslands, Ólafur Indriði Stefánsson, yfirvegaður á fjölmiðlahóteli íslenska landsliðsins í Katowice. Ólafur er í nýju hlutverki í Póllandi en hann er nú annar aðstoðarþjálfara Arons Kristjánssonar. Það er auðvitað stutt síðan Ólafur var leiðtoginn í þessum hópi og hans tenging við strákana, sem og reynsla, hans ætti að reynast liðinu vel. Varnarframmistaða Íslands í leiknum gegn Hvít-Rússum var ein sú slakasta í sögu landsliðsins. Liðið fékk á sig 39 mörk í leiknum og stóð ekki steinn yfir steini í varnarleiknum. „Varnarleikurinn var auðvitað slakur og þremenningarnir sem eiga að bera varnarleikinn uppi þurfa að taka sig saman í andlitinu. Að dreifa ábyrgðinni á bakverðina og þar í kring. Hugsa skýrt og vinna vel úr þessum tíma sem við höfum fram að leik,“ segir Ólafur en þjálfararnir gera ýmislegt til þess að koma mönnum aftur á lappirnar fyrir stórslaginn gegn Króötum. Er leikurinn hefst gæti sú staða verið uppi að íslenska liðið verði að vinna Króata. Að öðrum kosti sé liðið á leið heim. Ólafur þekkir þessa stöðu vel með landsliðinu. Hann var í liðinu á HM 2007 er það vann Frakka með bakið upp við vegg og svo aftur í sömu stöðu gegn Dönum á EM 2010. „Þetta er akkúrat þannig ástand núna og ég vil nú ekki „jinxa“ neitt með því að segja að það gerist þá aftur núna að við bregðumst rétt við. Þeir sem mest mæðir á, varnarstrákarnir, hafa kannski ekki upplifað það en maður reynir að koma því til skila að allt sé mögulegt. Það er gott tækifæri núna á að vinna þá. Ef við tæklum oftar. Það voru líklega 60 prósent færri tæklingar í síðasta leik en þeim fyrsta. Það segir okkur að menn voru alltaf aðeins á eftir. Við reyndum að tækla þetta fyrir síðasta leik en það er eins og það séu einhver álög á okkur. Við gátum ekki hlaupið út. Tölfræðin að við getum ekki unnið leik eftir sigur á Noregi heldur því áfram. Það er skrítið.“ Ólafur er mjög virkur á bekknum. Talar mikið við strákana og reynir að hafa áhrif á þann hátt sem hann getur. Klæjar hann samt ekkert í fingurna að fara inn á og taka málin í sínar hendur inni á vellinum? „Þetta er annað starf sem ég er í núna en jú, það er leiðinlegt stundum að geta ekki farið inn á. Ég þarf auðvitað að sætta mig við það sem fyrst og reyna að gera allt sem ég get á bekknum. Þegar út í leik er komið þá eiga upplýsingarnar samt að vera komnar inn í frumurnar á mönnum. Þjálfarinn á bara að að styðja við mennina. Ég reyni að hafa áhrif og bregðast við en flest gerist á parketinu og í hausnum á mönnum fyrir leikina.“ Króatar eru með nokkuð breytt lið frá síðustu mótum. Það er kominn nýr þjálfari sem hefur yngt liðið upp. Mjög öflugir leikmenn en ekki eins reyndir. Ólafur hefur mikla trú á strákunum okkar fyrir slaginn stóra. „Ég hef fulla trú á strákunum. Þetta er góður séns en við verðum að nýta tímann fram að leik mjög vel. Fyrst komast yfir tapið. Svo fara menn í jákvæða sjálfsskoðun fyrir þessa orrustu. Þetta er allt eða ekkert staða. Við getum verið í frábærum málum eða farið heim.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15