Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð viðraði hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Eyjunni um helgina. Vísir/Valli Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02