„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 12:51 Clinton og Sanders upp á sviði í kappræðunum. vísir/getty Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00