Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 21:05 Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs. VÍSIR/EPA Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016 Búrkína Fasó Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016
Búrkína Fasó Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira