Árás gerð á hótel í höfuðborg Búrkína Fasó Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 21:05 Löggæslumenn að störfum í Ouagadougou þegar kosningar fóru fram þar undir lok síðasta árs. VÍSIR/EPA Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016 Búrkína Fasó Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan vinsælt hótel í Ouagadougou, höfuðborg Búrkína Fasó, skömmu fyrir klukkan átta þann 15. janúar. Í kjölfarið réðust menn vopnaðir byssum inn á hótelið. Ekki hafa borist tölur um mannfall. Þetta kemur fram á vef BBC. Grímuklæddir menn réðust inn á Splendid hótelið sem er yfirleitt notað af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna, diplómötum og vestrænum ferðamönnum. Hótelið er fjögurra stjörnu og stendur skammt frá aðalflugvelli landsins. Heimildarmenn Reuters segja að árásarmennirnir, sem voru líklegast fjórir, haldi fólki föngnu inn á hótelinu. Vopnaðir lögreglumenn eru sem stendur fyrir utan hótelið og undirbúa áhlaup. Búrkína Fasó er í miðvesturhluta Afríku og á meðal annars landamæri að Malí en tuttugu féllu í áþekkri árás þar í landi 20. nóvember síðastliðinn. Uppfært 00.20: Utanríkisráðherra landsins, Alpha Barry, hefur staðfest að fólk hafi fallið í árásinni en tala yfir fjölda látinna hefur ekki verið gefin upp. Starfsmaður hótelsins segir í samtali við AFP að fleiri en einn og fleiri en tveir hafi týnt lífinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að Maghreb-armur al-Kaída samtakanna, sem starfar í Norður-Afríku, hafi skipulagt ódæðisverkin. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Ouagadougou þar til klukkan sex í fyrramálið. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosningar landsins fóru fram undir lok síðasta árs eftir að Blaise Compaore, sem hafði verið forseti í 27 ár, var steypt af stóli. Feu a splendid,voitures brulées a cappuccino...armes lourdesPosted by Salif Ouedraogo on Friday, 15 January 2016
Búrkína Fasó Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira