Hagræddu sannleikanum að venju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 11:00 Frambjóðendurnir sjö. Vísir/getty Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira