
Pontumajónes
Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...
Desember.
Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús.
Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það.
Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar.
Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu.
Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni.
Flugan hreyfði veikburða vængina...
Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn.
Flugan var enn ekki alveg dauð...
Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér.
Alþingisvaktin...
"...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."
Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess.
"...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*
Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði.
Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig.
...að píra á þessa mælsku ofurhuga
Í pontunni með majónesið sitt
(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember)
Skoðun

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar