Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun „augljóst klúður“ en þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þegar hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, varðandi Borgunarmálið. Árni Páll hefur kallað eftir því að sala bankans á Borgun verði rannsökuð og spurði hann forsætisráðherra hvort hann væri sammála sér í því að slík rannsókn færi fram. Sagði Árni Páll það mikilvægt að rekja atburðarásina í málinu þar sem framundan væri mikil sala ríkiseigna. „Ég er sammála mati háttvirts þingmanns bæði varðandi mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja [...] og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst, niðurstaða sem er augljóst klúður,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að honum þætti eðlilegt að þingið myndi fylgja málinu eftir og fá svör við þeim spurningum sem Árni Páll hefur varpað fram og kvaðst Sigmundur styðja þingið í því. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun hefur verið gagnrýnd harðlega, ekki hvað síst seinustu vikur, eftir að í ljós kom að Borgun mun að öllum líkindum fá í sinn hlut milljarða greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Ekkert kemur hins vegar í hlut Landsbankans þar sem bankinn setti ekki inn ákvæði í samninginn um að ef að kaupum á Visa Europe yrði myndi hann fá þær greiðslur. Slíkt ákvæði var hins vegar að finna í samningi vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor þremur vikum áður, en Arion banki keypti hlut bankans. Landsbankinn segist ekki hafa vitað að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar á Visa Inc. á Visa Europe en bankinn hyggst að eigin frumkvæði skila Alþingi greinargerð um málið.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Landsbankinn vissi að Visa gæti tekið yfir Visa Europe Landsbankinn hafði upplýsingar um valrétti en hafði engar upplýsingar um að Borgun hf. gæti notið hagsbóta af yfirtöku á VISA Europe. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir það hafa legið fyrir síðar, eftir söluna á bréfunum í Borgun hf. 24. janúar 2016 10:10
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Bankaráðið ekki fundað um Borgun Bankastjóri Landsbankans ber ábyrgð á sölunni á sínum tíma en bankaráðið ber fullt traust til hans. 25. janúar 2016 06:00
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39