Kveðjan er send í tilefni þjóðhátíðardags Ástralíu sem haldin er árlega 26. janúar. Deadpool segir í kveðjunni að sér líki almennt vel við Ástrali en vandamálið sé það að Wolverine sé frá Ástralíu og það sé eitthvað sem hann geti ekki fyrirgefið.
Hugh Jackman, sem er frá Ástralíu, hefur í gegnum tíðina leikið Wolverine og segir Deadpool að hann hafi í raun ekkert við Hugh sjálfan að athuga. Ryan Reynolds leikur Deadpool og hann lék einmitt í einni Wolverine-myndinni og fékk ekki góða dóma fyrir frammistöðu sína. Það er því spurning hvort að sú gagnrýni liti afstöðu Deadpool gagnvart Wolverine?

