Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2016 18:12 Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00