Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Ingvar Haraldsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Landsbankinn seldi 31 prósents hlut í Borgun í nóvember 2014. Bankastjóri Landsbankans segir að tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt þegar samið var um kaupverð. Fréttablaðið/ernir Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar. Borgunarmálið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ákvæði var í samningi um sölu Landsbankans á 38 prósenta hlut í Valitor til Arion banka í desember 2014 um að ef af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði myndi Landsbankinn fá þær greiðslur í sinn hlut. Sambærilegt ákvæði var ekki í sölusamningi Landsbankans, sem er í eigu ríkisins, á 31 prósents hlut í Borgun til hóps fjárfesta og stjórnenda fyrirtækisins á 2,2 milljarða króna í lok nóvember 2014. Hvorug salan fór fram í gegnum opið útboð. Búist er við að íslensku kortafyrirtækin fái milljarða í sinn hlut vegna væntanlegrar sölu Visa Inc. á Visa Europe. Söluandvirði nemur 21,2 milljörðum evra, jafnvirði 3.000 milljarða íslenskra króna. Ekki liggur enn fyrir hve mikið hvert kortafyrirtæki fær greitt en upphæðin verður í hlutfalli við umsvif þeirra í Evrópu. „Maður getur alltaf verið vitur eftir á en við teljum að við höfum gætt okkar hagsmuna ágætlega í þessu máli, það er að segja að hagsmunir okkar vegna yfirtöku á Visa Europe séu ágætlega tryggðir,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Steinþór segir að samkvæmt upplýsingum bankans sé megnið af upphæðinni sem mun falla Borgun í skaut vegna sölunnar á Visa Europe, tilkomið vegna vaxtar Visa-viðskipta Borgunar á erlendri grundu eftir að Landsbankinn seldi hlut sinn í fyrirtækinu. Tekið hafi verið mið af áformum Borgunar um vöxt á erlendri grundu þegar fyrirtækið var selt. „Var meira verðmæti í hlutabréfum Borgunar? Kannski. Höfðum við þessar upplýsingar 2014? Nei. Hvað höfum við gert við peninginn? Við höfum ávaxtað hann ágætlega,“ segir Steinþór. Landsbankinn hafi einnig haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Landsbankinn hafi til að mynda ekki mátt vera með stjórnarmann í fyrirtækinu. Þá hafi verið hætta á að vöxtur Borgunar erlendis hefði endað illa. „Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja er í eðli sínu mjög áhættusöm,“ segir Steinþór. Hann bendir einnig á að helsta ástæðan fyrir sölu á hlutum í Valitor og Borgun hafi verið þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu um að ekki mætti fleiri en einn banki vera eigandi að sama kortafyrirtækinu. Steinþór bendir einnig á að ekki hafi legið fyrir árið 2014 hvort eða hvenær af kaupum Visa Inc. á Visa Europe yrði. „Við töldum að það gætu hugsanlega orðið háar fjárhæðir,“ segir Steinþór. Hins vegar komi á óvart hve háar upphæðir líti út fyrir að bankinn muni fá vegna sölunnar.
Borgunarmálið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira