Tekst Johnson að ná 15. rothögginu á ferlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Vísir/Getty Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Sjá meira
Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena
MMA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Sjá meira