Alvaran loks að hefjast í löngu kosningabaráttunni vestra Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. janúar 2016 07:00 Bernie Sanders hefur velgt Hillary Clinton verulega undir uggum upp á síðkastið. Fréttablaðið/EPA Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Bernie Sanders vantar ekki mikið upp á til að sigra Hillary Clinton á fyrsta kjörfundi Demókrataflokksins, ef marka má skoðanakannanir. Hann mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent, samkvæmt samantekt á fréttavefnum RealClearPolitics.com. Fyrsti kjörfundur flokksins verður að venju haldinn í Iowa, núna á mánudaginn, 1. febrúar. Næst kemur röðin að New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar, og þar virðist Sanders með öruggt forskot. Hann mælist með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Í herbúðum repúblikana virðist ekkert lát á sigurgöngu Donalds Trump, sem mælist með vel yfir 30 prósenta fylgi. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem er með um 26 prósent í Iowa og gæti því átt möguleika þar, en nær ekki nema 12 prósentum í New Hampshire. Yfirburðir Trumps voru meira að segja áberandi í sjónvarpskappræðum repúblikana á fimmtudagskvöldið, þótt Trump sjálfur hafi ákveðið að mæta ekki til leiks og efna heldur til eigin samkomu á sama tíma. „Það liggur við að ég sakni Trumps,“ sagði Jeb Bush í hálfkæringi, en hann mælist með innan við fimm prósenta fylgi í Iowa.Trump virðist eiga sigurinn vísan hjá Repúblikanaflokknum, en mjórra er á munum hjá Demókrötunum Clinton og Sanders. Fréttablaðið/EPAAlvaran er nú loks að hefjast í hinni ógnarlöngu kosningabaráttu um að verða forsetaefni stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Meira en ár er liðið frá því fyrstu frambjóðendurnir lýstu yfir áhuga sínum, og enn eru tæpir tíu mánuðir til forsetakosninganna. Fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið þannig að víða er úrslitanna frá Iowa á mánudaginn beðið með óþreyju. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Síðar í febrúar kemur röðin svo að Nevada og Suður-Karólínu, en 1. mars er svo röðin komin að ofurþriðjudeginum svonefnda, þegar kosið er samtímis í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Eftir þann mikilvæga dag má búast við að verulega fækki í hópi frambjóðenda Repúblikanaflokksins, en þeir eru nú 11 talsins. Formlega ganga flokkarnir tveir svo frá útnefningu forsetaefna sinna á landsþingum sínum, sem haldin verða í júlí. Forsetakosningar verða síðan þriðjudaginn 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira