Mikilvægur bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. febrúar 2016 22:00 Hendricks í flottu formi fyrir bardagann. Vísir/Getty Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Það verður spennandi bardagi í þyngdarflokki Gunnars í nótt þegar þeir Johny Hendricks og Stephen Thompson mætast. Báðir geta þeir komist ansi nálægt titilbardaga með sigri. Johny Hendricks tapaði veltivigtarbeltinu í desember 2014 í sinni fyrstu titilvörn og er óhætt er að segja að orðspor hans hafi beðið hnekki síðan hann var meistari. Hendricks þótti væla full mikið í fjölmiðlum eftir tapið þar sem honum fannst hann vinna bardagann. Eftir bardagann sagðist hann aðeins vilja titilbardaga en mátti sætta sig við bardaga við hinn eitilharða Matt Brown. Hendricks vann þann bardaga en bardaginn þótti langt í frá skemmtilegur. Hendricks fékk því ekki titilbardaga aftur eins og hann vonaðist eftir en fékk þess í stað bardaga gegn Tyron Woodley. Sigur í þeim bardaga hefði að öllum líkindum gefið sigurvegaranum titilbardaga en því miður fór sá bardagi aldrei fram. Aðeins sólarhringi fyrir bardagann var bardaginn blásinn af. Johny Hendricks hafði reynt að skera of mikið niður á of skömmum tíma og þurfti að flytja hann á sjúkrahús rúmum sólarhringi fyrir bardagann. Hendricks er þekktur fyrir að tútna út á milli bardaga og reynir að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að ná 77 kg veltivigtartakmarkinu. Talið er að Hendricks verði allt að 100 kg þegar hann er ekki að undirbúa sig fyrir bardaga. Hendricks var talsvert gagnrýndur eftir atvikið og vildu margir sjá Hendricks skipaðan upp í millivigt. Hendricks lofaði hins vegar að taka sig á og er allt annað að sjá hann núna. Hann er talsvert grennri og var niðurskurðurinn nokkuð auðveldur fyrir hann í þetta sinn. Hann er einnig meðvitaður um að hann þarf að breyta lífstíl sínum ef hann ætlar að verða meistari aftur og það virðist hann hafa gert. Með sigri á Stephen Thompson í kvöld getur hann komið sér aftur í titilbaráttuna og jafnvel skorað aftur á meistarann Robbie Lawler. Hendricks er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum en Thompson er með vopn í vopnabúrinu sem geta klárað bardaga samstundis. Hér má sjá hvernig greinandinn Robin Black metur styrkleika beggja bardagamanna. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og verða sex bardagar sýndir. Bein útsending hefst kl 3 en eftirtaldir bardagar fara fram:Veltivigt: Johny Hendricks gegn Stephen Thompson Þungavigt: Roy Nelson gegn Jared Rosholt Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Rafael Cavalcante Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Zach Makovsky Léttþungavigt: Misha Cirkunov gegn Alex Nicholson Veltivigt: Mike Pyle gegn Sean Spencer
MMA Tengdar fréttir Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Elísabet tekin við Belgum „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Neymar á heimleið? „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Sjá meira
Hendricks hefur ekki hugmynd um hver Gunnar Nelson er | Myndband Það verður seint sagt að Johny Hendricks fylgist vel með öðrum bardagaköppum í sínum þyngdarflokki. 10. júlí 2015 09:30