Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 12:00 Rafael dos Anjos, Dana White og Conor McGregor á blaðamannafundi. vísir/getty Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016 MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30