Refsigleði Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Hæstiréttur mildaði í gær dóma yfir burðardýri og sendli í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maður sem gerður var út hér heima til að sækja fíkniefnin fær fjögurra ára dóm í stað fimm og dómur yfir hollenskri konu sem gerð var út með efnin á milli landa var styttur um þrjú ár. Hún fær átta ár í stað ellefu í héraði. Dómarnir eru engu að síður þungir, sér í lagi í því ljósi að þarna er ekki um að ræða glæpalýð þann sem að smyglinu stendur, heldur smælingja, verkfæri hinna raunverulegu glæpamanna. Þannig vekur dómurinn spurningar um hvort hér hafi orðið einhver stefnubreyting þegar kemur að refsingum fyrir fíkniefnabrot. Vitanlega er um alvarlega glæpi að ræða og hver og einn hlýtur að vera ábyrgur gjörða sinna, meira að segja fíklar og vesalingar aðrir. En ef dómstólar fara nær alla leið í að fullnýta refsiramma þann sem lög bjóða upp á þegar kemur að einhverjum peðum í glæpunum sjálfum, líkt og gerðist í héraði, má velta því fyrir sér hvort ekki sé orðin innbyggð skekkja í kerfið þegar kemur að stærri fiskum. Þá vaknar spurningin um það hvort burðardýr og aðrir sem lent hafa á glapstigum eigi ekki að njóta þess í frekara mæli að hafa sýnt samstarf við að upplýsa brot. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að við ákvörðun refsingar konunnar hafi fyrst og fremst verið litið til þess að „um var að ræða fádæma mikið magn sterkra fíkniefna sem hún flutti hingað til lands að yfirlögðu ráði“, en einnig hafi verið höfð hliðsjón af því að hlutverk hennar hafi einvörðungu verið í því fólgið að koma efnunum hingað til lands og fá þau öðrum í hendur. „Til refsilækkunar kom að hún bauð lögreglu aðstoð og tók síðan að undirlagi hennar þátt í aðgerð til að upplýsa málið frekar,“ segir í dómnum. Velta má því fyrir sér hversu viljug burðardýr sem vonandi á eftir að grípa síðar verða til samstarfs við að upplýsa mál ef þau mega engu að síður eiga von á dómum á borð við þann sem hollenska konan fékk. Þá verður að segjast að dómurinn er undarlegur í því ljósi að enn virðast ekki öll kurl komin til grafar varðandi rannsóknina á glæpnum sjálfum. Þannig fór út um þúfur með klúðurslegum hætti tálbeituaðgerð lögreglu sem konan tók þátt í og fyrir liggur að lögreglufulltrúi sem kom að stjórnun aðgerða á vettvangi sætir rannsókn héraðssaksóknara vegna ásakana frá samstarfsmönnum um spillingu í starfi. Vitað er að þyngd refsinga hefur sáralítinn fælingarmátt. Þá er enginn skortur á örvæntingarfullu fólki og veiklunda sem glæpamenn geta notað í skítverk sín. Varhugavert væri að feta svipaða slóð og Bandaríkjamenn hafa gert með sín yfirfullu fangelsi. Betur fer á því að réttarkerfið horfi til þess að betra fólk en beita hörðum refsingum. Þannig verður kostnaður samfélagsins minnstur. Þá hefði maður haldið að akkur væri í því að umbuna fyrir samstarf við lögreglu við lausn mála. Ef frekari heimildir í lögum til slíks skortir, þá er það löggjafans að bregðast við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Hæstiréttur mildaði í gær dóma yfir burðardýri og sendli í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maður sem gerður var út hér heima til að sækja fíkniefnin fær fjögurra ára dóm í stað fimm og dómur yfir hollenskri konu sem gerð var út með efnin á milli landa var styttur um þrjú ár. Hún fær átta ár í stað ellefu í héraði. Dómarnir eru engu að síður þungir, sér í lagi í því ljósi að þarna er ekki um að ræða glæpalýð þann sem að smyglinu stendur, heldur smælingja, verkfæri hinna raunverulegu glæpamanna. Þannig vekur dómurinn spurningar um hvort hér hafi orðið einhver stefnubreyting þegar kemur að refsingum fyrir fíkniefnabrot. Vitanlega er um alvarlega glæpi að ræða og hver og einn hlýtur að vera ábyrgur gjörða sinna, meira að segja fíklar og vesalingar aðrir. En ef dómstólar fara nær alla leið í að fullnýta refsiramma þann sem lög bjóða upp á þegar kemur að einhverjum peðum í glæpunum sjálfum, líkt og gerðist í héraði, má velta því fyrir sér hvort ekki sé orðin innbyggð skekkja í kerfið þegar kemur að stærri fiskum. Þá vaknar spurningin um það hvort burðardýr og aðrir sem lent hafa á glapstigum eigi ekki að njóta þess í frekara mæli að hafa sýnt samstarf við að upplýsa brot. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að við ákvörðun refsingar konunnar hafi fyrst og fremst verið litið til þess að „um var að ræða fádæma mikið magn sterkra fíkniefna sem hún flutti hingað til lands að yfirlögðu ráði“, en einnig hafi verið höfð hliðsjón af því að hlutverk hennar hafi einvörðungu verið í því fólgið að koma efnunum hingað til lands og fá þau öðrum í hendur. „Til refsilækkunar kom að hún bauð lögreglu aðstoð og tók síðan að undirlagi hennar þátt í aðgerð til að upplýsa málið frekar,“ segir í dómnum. Velta má því fyrir sér hversu viljug burðardýr sem vonandi á eftir að grípa síðar verða til samstarfs við að upplýsa mál ef þau mega engu að síður eiga von á dómum á borð við þann sem hollenska konan fékk. Þá verður að segjast að dómurinn er undarlegur í því ljósi að enn virðast ekki öll kurl komin til grafar varðandi rannsóknina á glæpnum sjálfum. Þannig fór út um þúfur með klúðurslegum hætti tálbeituaðgerð lögreglu sem konan tók þátt í og fyrir liggur að lögreglufulltrúi sem kom að stjórnun aðgerða á vettvangi sætir rannsókn héraðssaksóknara vegna ásakana frá samstarfsmönnum um spillingu í starfi. Vitað er að þyngd refsinga hefur sáralítinn fælingarmátt. Þá er enginn skortur á örvæntingarfullu fólki og veiklunda sem glæpamenn geta notað í skítverk sín. Varhugavert væri að feta svipaða slóð og Bandaríkjamenn hafa gert með sín yfirfullu fangelsi. Betur fer á því að réttarkerfið horfi til þess að betra fólk en beita hörðum refsingum. Þannig verður kostnaður samfélagsins minnstur. Þá hefði maður haldið að akkur væri í því að umbuna fyrir samstarf við lögreglu við lausn mála. Ef frekari heimildir í lögum til slíks skortir, þá er það löggjafans að bregðast við því.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun