Jón Ásgeir efast um óhlutdrægni dómara vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 15:44 Jón Ásgeir Jóhannesson ásamt verjenda sínum, Gesti Jónssyni, við aðalmeðferð Aurum-málsins 2014. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Símon er dómari í Aurum-málinu þar sem Jón Ásgeir er einn hinna ákærðu. Í bókun sem Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, lagði fram við fyrirtöku málsins í dag segir að meðal annars efist hann um óhlutdrægni Símonar vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins haustið 2014 af fyrirtækinu Rannsóknir og greining sem er í eigu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, eiginkonu Símons. Fréttirnar snerust meðal annars um samning fyrirtækisins við menntamálaráðuneytið til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks en ekki var leitað útboðs vegna verkefnisins.„Honum verið kennt um hluti sem hann telur sig ekki bera ábyrgð á“ Í bókuninni er skorað á dómstjóra Héraðdóms Reykjavíkur, Ingimund Einarsson, að draga skipun Símonar til baka. Auk fréttaflutnings er vísað í ummæli sem Símon hefur látið falla í fjölmiðlum en í bókun Gests segir meðal annars: „Umræðan í samfélaginu í garð skjólstæðings míns hefur verið óvægin og honum verið kennt um hluti sem hann telur sig ekki bera ábyrgð á. Handvaldi dómarinn hefur opinberlega sagt að eðlilegt sé „...að dómarar endurspegli þjóðfélagsvitundina.“ Skjólstæðingur minn telur sig eiga rétt á dómi byggðum á birtum lögum en ekki óskilgreindri þjóðfélagsvitund þar sem handvaldi dómarinn situr.“ Þá er þess jafnframt getið í bókuninni að Símon, ásamt Ingimundi Einarssyni, dómstjóra, gerðu Gesti Jónssyni að greiða réttarfarssekt vegna Al Thani-málsins þar sem hann sagði sig frá málinu.Fer fram á sérfróði meðdómarinn víki sæti Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Saksóknari í málinu, Ólafur Þór Hauksson, lagði fram kröfu við fyrirtökuna um að dómkvaddir matsmenn sem lögðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli fái að bera vitni í málinu nú. Bókuð voru andmæli verjenda við þessari kröfu en málflutningur um hana fer fram í næstu viku. Þá verður jafnframt málflutningur um kröfu Óttars Pálssonar, verjenda Lárusar, um að sérfróður meðdómari, Hrefna Sigríður Briem, víki sæti í málinu. Það hefur vægast sagt staðið styr um dómarana í Aurum-málinu. Upphaflega var dæmt í málinu í júní 2014 þar sem sakborningarnir voru allir sýknaðir. Hæstiréttur ómerkti hins vegar þann dóm þar sem hann mat sérfróðan meðdómara í málinu vanhæfan. Í kjölfarið á ómerkingunni fór saksóknari fram á að dómsformaðurinn, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis og féllst Hæstiréttur á það. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en það er Barbara Björnsdóttir. Dómstjóri skipaði síðan þau Símon og Hrefnu Sigríði í dóminn en einn hinna ákærðu, Bjarni Jóhannesson, mótmælti því að Arngrímur Ísberg færi úr dómnum fyrir Símon. Hann lagði fram kröfu þess efnis að dómsformaður myndi virða þá ákvörðun dómstjórans að vettugi en dómsformaðurinn hafnaði kröfunni. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem vísaði kærunni frá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09 Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson efast um að dómarinn Símon Sigvaldason sé óhlutdrægur í sinn garð vegna frétta Fréttablaðsins um fyrirtæki eiginkonu dómarans. Símon er dómari í Aurum-málinu þar sem Jón Ásgeir er einn hinna ákærðu. Í bókun sem Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, lagði fram við fyrirtöku málsins í dag segir að meðal annars efist hann um óhlutdrægni Símonar vegna fréttaflutnings Fréttablaðsins haustið 2014 af fyrirtækinu Rannsóknir og greining sem er í eigu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, eiginkonu Símons. Fréttirnar snerust meðal annars um samning fyrirtækisins við menntamálaráðuneytið til að vinna að rannsóknum á högum ungs fólks en ekki var leitað útboðs vegna verkefnisins.„Honum verið kennt um hluti sem hann telur sig ekki bera ábyrgð á“ Í bókuninni er skorað á dómstjóra Héraðdóms Reykjavíkur, Ingimund Einarsson, að draga skipun Símonar til baka. Auk fréttaflutnings er vísað í ummæli sem Símon hefur látið falla í fjölmiðlum en í bókun Gests segir meðal annars: „Umræðan í samfélaginu í garð skjólstæðings míns hefur verið óvægin og honum verið kennt um hluti sem hann telur sig ekki bera ábyrgð á. Handvaldi dómarinn hefur opinberlega sagt að eðlilegt sé „...að dómarar endurspegli þjóðfélagsvitundina.“ Skjólstæðingur minn telur sig eiga rétt á dómi byggðum á birtum lögum en ekki óskilgreindri þjóðfélagsvitund þar sem handvaldi dómarinn situr.“ Þá er þess jafnframt getið í bókuninni að Símon, ásamt Ingimundi Einarssyni, dómstjóra, gerðu Gesti Jónssyni að greiða réttarfarssekt vegna Al Thani-málsins þar sem hann sagði sig frá málinu.Fer fram á sérfróði meðdómarinn víki sæti Í Aurum-málinu eru þeir Jón Ásgeir, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Saksóknari í málinu, Ólafur Þór Hauksson, lagði fram kröfu við fyrirtökuna um að dómkvaddir matsmenn sem lögðu mat á verðmæti Aurum í einkamáli fái að bera vitni í málinu nú. Bókuð voru andmæli verjenda við þessari kröfu en málflutningur um hana fer fram í næstu viku. Þá verður jafnframt málflutningur um kröfu Óttars Pálssonar, verjenda Lárusar, um að sérfróður meðdómari, Hrefna Sigríður Briem, víki sæti í málinu. Það hefur vægast sagt staðið styr um dómarana í Aurum-málinu. Upphaflega var dæmt í málinu í júní 2014 þar sem sakborningarnir voru allir sýknaðir. Hæstiréttur ómerkti hins vegar þann dóm þar sem hann mat sérfróðan meðdómara í málinu vanhæfan. Í kjölfarið á ómerkingunni fór saksóknari fram á að dómsformaðurinn, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis og féllst Hæstiréttur á það. Því þurfti að skipa nýjan dómsformann í málinu en það er Barbara Björnsdóttir. Dómstjóri skipaði síðan þau Símon og Hrefnu Sigríði í dóminn en einn hinna ákærðu, Bjarni Jóhannesson, mótmælti því að Arngrímur Ísberg færi úr dómnum fyrir Símon. Hann lagði fram kröfu þess efnis að dómsformaður myndi virða þá ákvörðun dómstjórans að vettugi en dómsformaðurinn hafnaði kröfunni. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem vísaði kærunni frá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09 Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17 Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20 Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. október 2015 11:09
Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum. 3. febrúar 2016 11:17
Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. september 2015 12:20
Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis. 14. september 2015 14:19