Alfreð: Fékk aldrei skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2016 09:00 Alfreð Finnbogason fór frá Grikklandi til Þýskalands. vísir/getty Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Alfreð Finnbogason gekk í byrjun vikunnar í raðir FC Augsburg í Þýskalandi frá Olympiacos í Grikklandi, en dagar hans í grísku höfuðborginni voru honum erfiðir. Íslenski landsliðsframherjinn kom aðeins við sögu í 239 mínútur í deildinni fram að vistaskiptum sínum til Þýskalands og þá spilaði hann ekki nema 57 mínútur í Meistaradeildinni. Þær 57 mínútur voru reyndar nóg til að skora sigurmarkið fyrir gríska liðið á móti Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Með því varð Alfreð aðeins annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. „Markið á móti Arsenal er það sem ég tek með mér frá Grikklandi. Versta upplifunin var atvikið með blysið í nágrannaslagnum á móti Panathinakos. Ég upplifði ekki margar góðar stundir því ég spilaði ekki mikið en ég skoraði samt tvö mörk,“ segir Alfreð í kveðjuviðtali við gríska vefmiðilinn Gazetta.gr.Alfreð fagnar markinu á móti Arsenal.vísir/epaAuðvitað er ég svekktur Alfreð gekk í raðir Real Sociedad á Spáni sumarið 2014 eftir að verða markakóngur með Heereveen í Hollandi. Þar fékk hann líka lítið að spila og samþykkti því að fara á lán til Grikklands til að spila meira. „Auðvitað er ég svekktur því ég kom ekki bara til Olympiacos til að spila heldur ætlaði ég að vera þar í mörg ár. Ég átti í góðu sambandi við alla; liðsfélaga mína, þjálfaraliðið, starfsliðið og stuðningsmennina,“ segir Alfreð, sem ræddi við þjálfarann sinn, Marcus Silva, tvisvar sinnum fyrir áramót um stöðu sína. „Ég talaði við hann í septemer og aftur í október og fékk engin skýr svör um hvers vegna ég var ekki að spila. Eftir það töluðum við ekki meira saman. Það var skrítið. Ég hef alltaf verið eins og atvinnumaður, meira að segja þegar ég fékk ekkert að spila.“Alfreð verður með strákunum okkar á EM.vísir/gettyVinnum EM, djók. Fram kemur í viðtalinu frá blaðamanninum að Marcus Silva gaf persónulega grænt ljós á að fá Alfreð til félagsins, en í ljósi þess er jafnvel enn furðulegra að framherjinn spilaði jafn lítið og raun bar vitni. „Þjálfarinn einn getur svarað þessari spurningu. Eins og ég segi þá fannst mér þetta skrítið og ég er svekktur. En ég held mér jákvæðum. Það var góð upplifun að veraa í Olympiacos. Markið gegn Arsenal var til dæmis stærsta stundin á ferlinum,“ segir Alfreð. Alfreð slær á létta strengi undir lok viðtalsins og segir íslenska landsliðið ætla að leika eftir árangur gríska liðsins á EM 2004 þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í sumar. „Við vinnum EM og ég skora sigurmarkið eins og Angelos Charisteas. Nei, ég er að grínast. Það verður erfitt að gera eins og Grikkland. Við erum bara ánægðir að vera komnir á EM og ætlum að gera okkar besta,“ segir Alfreð Finnbogason.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30 Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53 Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00 Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Alfreð lánaður til Augsburg Íslenski landsliðsframherjinn fer á láni til þýska 1. deildar liðsins. 1. febrúar 2016 18:30
Alfreð þakkar öllum hjá Olympiacos fyrir tíma sinn hjá félaginu Alfreð Finnbogason er að kveðja Grikkland og gríska félagið Olympiacos þar sem hann hefur verið á láni síðan í haust. 1. febrúar 2016 16:53
Maður lærir rosalega mikið á þessum erfiðu tímum 27 ára afmælisdagurinn var eftirminnilegur fyrir íslenska landsliðsmanninn Alfreð Finnbogason sem hélt upp á daginn með því ganga frá lánsamningu við Augsburg í þýsku Bundesligunni. Hann er að fara spila í sjötta landinu á fimm árum. 2. febrúar 2016 06:00
Alfreð tekur sig vel út í rauðu | Myndir Landsliðsframherjinn æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Augsburg í morgun. 2. febrúar 2016 11:00